Erik ten Hag stjóri Manchester United er eina ástæða þess að Manchester United er líklega að losa sig við David de Gea. Hollenski stjórinn er hættur að treysta De Gea.
United hafði lagt fram formlegt samningstilboð til David de Gea á dögunum sem markvörðurinn samþykkt. Þegar De Gea hafði lokið við að skrifa undir tilboð félagsins, neitaði félagið því að skrifa undir.
Segja ensk blöð í dag að Ten Hag hafi stýrt því, hann efist um De Gea og vilji annan mann í markið.
Samningur De Gea rennur út á föstudag og stefnir allt í að þá verði hann án félags. Eftir að hafa tekið tilboð sitt til baka hefur United nú lagt fram nýtt tilboð til De Gea.
De Gea samþykkti verulega launalækkun til að byrja með en talið er að félagið fari nú fram á miklu meiri lækkun en rætt hafði verið. De Gea þénar 375 þúsund pund á viku í dag.
Framtíð markvarðarins er í lausu lofti en hann er með tilboð frá Sádí Arabíu sem myndi hækka laun hans verulega.
United skoðar aðra kosti en De Gea eins og staðan er í dag og er Andre Onana markvörður Inter mest orðaður við félagið.