fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Roseanne Barr veldur usla – Sögð hafa afneitað helförinni og óskaði gyðingum dauða í hlaðvarpsþætti

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. júní 2023 08:21

Ummæli Roseanne Barr féllu í grýttan jarðveg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan og grínistinn Roseanne Barr hefur valdið usla vegna ummæla sem hún lét falla í nýlegum hlaðvarpsþætti. Roseanne var gestur hlaðvarpsstjórnandans Theo Von en í þættinum afneitaði hún helför gyðinga og bætti svo við að sex milljónir gyðinga ættu að deyja nú þegar því að þeir ættu sök á öllum vandamálum heimsins.

Óhætt er að segja að ummælin hafi fallið í grýttan jarðveg en sonur Roseanne hefur varið móður sína og sagt að hún hafi látið orðin falla í kaldhæðni.

Roseanne, sem er sjálf af gyðingaættum, var að ræða um meint kosningasvindl í bandarísku forsetakosningunum um árið þegar hún lét ummælin falla. „36 fylki geta gefið þér 81 milljón atkvæða. Það er staðreynd,“ sagði Roseanne og vísað þar í atkvæðafjöldann sem Joe Biden hlaut þegar hann vann forsetakosningarnar.

Þáttastjórnandinn Theo Von spurði hana þá hvort að ekki hafi verið svindlað í kosningunum.

„Að sjálfsögðu ekki. 36 fylki eru með 81 milljón atkvæða. Skiluru? Það er sannleikurinn. Og ekki voga þér að mótmæla því af því að þá verður lokað á þig á Youtube. Facebook og Twitter,“ sagði Roseanne og bætti við:

„Og enginn lést í helförinni. Það er sannleikurinn. En það ætti að gerast. Sex milljónir gyðinga ættu að deyja nú þegar því þeir bera ábyrgð á öllum vandamálum heimsins en það gerðist aldrei,“ sagði leikkonan.

Hvort sem um var að ræða tilraun til kaldhæðni eða ekki þá hafa ummælin valdið talsverðum usla og reiði á samfélagsmiðlum ytra og telja margir að Roseanne hafi þarna farið yfir einhverja línu.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Roseanne er sökuð um slíkt en árið 2018 sendi hún frá sér tíst þar sem hún líkti ráðgjafa Barack Obama, Valerie Jarett, sem er dökkur á hörund, við apa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram