fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

100 milljón dollara kæru meinta svindlarans Hans Niemann á hendur Magnus Carlsen vísað frá dómi

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 27. júní 2023 20:00

Hans Niemann og Magnus Carlsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að vísa skaðarbótamáli bandaríska stórmeistarans Hans Niemann gegn kollega sínum, Magnus Carlsen, sterkasta skákmanni heims frá dómi. Niemann fór fram á 100 milljónir dollara, rúmlega 13 milljarða, í skaðabætur fyrir meintan orðsporsmissi en auk norska snillingins var fyrirtækið Play Magnus Group kært sem og bandaríski stórmeistarinn Hikaru Nakamura, skákvefsíðan vinsæla Chess.com og einn stjórnandi hennar Daniel Rensch.

Dómarinn var hins vegar á því að ýmsir tæknilegar ágallar væru á kæru bandaríska stórmeistarans og vísaði málinu því frá.

Skákhneykslið sem endaði bókstaflega í rassgati

Segja má að alþjóðlega skáksamfélagið hafi farið á hliðina í september 2022 þegar Carlsen hætti í einu sterkasta skákmóti heims eftir að hafa tapað skák sinni gegn Niemann sem var nánast óaðfinnanlega tefld af bandaríska stórmeistaranum.

Hávær orðrómur fór í gang um að Carlsen væri þeirrar skoðunar að Niemann hefði hreinlega gerst sekur um svindl og var það stórmeistarinn Nakamura sem gerði sitt í að dreifa þeim orðrómi en hann er einn vinsælasti skáklýsandi heims á samfélagsmiðlum.

Sjá einnig: Carlsen rýfur þögnina – Sakar Niemann formlega um svindl

Málið vatt hratt upp á sig og fljótlega viðurkenndi Niemann í viðtali að hafa svindlað í óopinberum skákum á netinu þegar hann var á barnsaldri en hann hefði bætt ráð sitt. Þær fullyrðingar voru hins vegar dregnar í efa þegar Niemann var skyndilega bannaður á vefsíðunni Chess.com sem taldi sig hafa sannanir fyrir nýlegu svindli skákmannsins.

Segja má svo að málið hafi sprungið gjörsamlega út í stærstu fjölmiðlum heims þegar að sú kenning fór á flug að Niemann hefði svindlað á Carlsen með hjálp fjarstýrðra endaþarmskúlna. Sagan var góð, þó ekkert bendi til þess að neinn fótur sé fyrir henni, og skyndilega var skák á allra vörum.

Málinu er hins vegar nú lokið, í bili, þó ekki sé útilokað að Niemann geti höfðað mál í undirrétti, sérstaklega ef að lögfræðingar hans geta sýnt fram á ný gögn í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans