Mateo Kovacic er genginn í raðir þrefaldra meistara Manchester City frá Chelsea. Hann gerir fjögurra ára samning.
Hinn 29 ára gamli Kovacic hefur verið hjá Chelsea síðan 2019 en hann kom frá Real Madrid.
Hann átti ár eftir af samningi sínum við Chelsea en City kaupir hann á 25 milljónir punda. Auk þess geta 5 milljónir punda bæst við síðar meir.
„Þetta er frábært skref fyrir mig. Allir sem hafa horft á liðið undir stjórn Pep vita hvað það er gott. Fyrir mér er þetta besta lið heims,“ segir Kovacic eftir skiptin.
„Það er sannur draumur að rætast.“
Mateo Kovacic joins City! 🙌
Read more 👇
— Manchester City (@ManCity) June 27, 2023