Breiðablik mætir Buducnost frá Svartfjallalandi í úrslitaleiks umspilsins um sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu ef liðið vinnur Tre Penne í kvöld.
Buducnost vann 3-0 sigur gegn Atletic Escaldes frá Andorra í undanúrslitum í dag, en báðir undanúrslitaleikirnir eru spilaðir á Kópavogsvelli.
Í kvöld taka Íslandsmeistarar Breiðabliks á móti Tre Penne frá San Marínó og ættu að vinna öruggan sigur.
Úrslitaleikurinn fer fram á föstudagskvöld.
Breiðablik og Buducnost mættust einmitt í forkeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra og unnu Blikar sigur.