fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Söngkonan fékk áfall þegar hún sá hverju aðdáandi henti upp á sviðið – „Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta“

Fókus
Þriðjudaginn 27. júní 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af  og til hafa okkur birst fréttir af því að áhorfendur á tónleikum fleygi hinu og þessu upp á svið, og jafnvel í flytjendurna sjálfa. Nýlega vakti það athygli þegar áhorfandi á tónleikum með Bebe Rexha hendi símtæki beint í andlit hennar, sem varð til þess að hún fékk glóðarauga og þurfti að láta sauma nokkur spor. Nú var það söngkonan Pink sem fékk að kynnast því hvað áhorfendur geta gengið langt til að vekja athygli.

Pink hélt nýlega tónleika og varð hreinlega orðlaus eftir að aðdáandi hennar henti poka upp á sviðið. Í pokanum var aska móður aðdáandans.

„Er þetta mamma þín?,“ spurði söngkonan og bætti við: „Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta“.

Pink varð töluvert slegin, en ákvað að taka pokann og koma honum í skjól á bak við hátalara. Hún hélt svo tónleikunum áfram.

Söngkonan vissi kannski ekki hvað hún ætti að segja við þessu, en það vissu netverjar þó.

„Einhver henti ösku móður sinnar til Pink? Þið verðið að læra hvað mörk eru, í alvörunni sko,“ skrifaði einn.

„Hún tók þessu vel, því ég hefði klárlega orðið brjáluð ef einhver hefði rétt mér ösku móður sinnar,“ skrifaði annar.

Kona nokkur á Twitter kveðst eiga vini sem hafi verið á umræddum tónleikum og staðið hjá konunni sem henti öskunni. Hún hafi því fengið að heyra skýringuna. Ekki er öruggt að umræddur netverji sé að segja sannleikann enda margir á samfélagsmiðlum tilbúnir að ljúga af sér skóna fyrir athygli. En hún skrifaði:

„Ok svo vinir mínir stóðu nálægt þessari konu og sagan á bak við þetta er þessi: Móðir hennar komst ekki mikið út þar sem hún var svo veik á meðan hún lifði, svo þessi kona tekur öskuna hennar með sér hvert sem hún fer. Svo móðir hennar kemst núna út úr húsi. Þetta er ekki fyrir alla, en ef þetta gefur konunni hugarró þá er það undir henni komið. Ekki minn bolli af te samt.“

Virðist sem að einhver faraldur sé í gangi þar sem áhorfendur tónleika leyfa sér ýmislegt sem áður hefði verið óhugsandi. Áður hefur verið minnst á Bebe Rexha, en svo lenti söngkonan Ava Max í því nýlega að aðdáandi ruddist upp á svið og löðrungaði hana. Fókus minnir fólk á að það bókstaflega borgar fyrir miða á tónleika, það hafa líka aðrir á tónleikunum gert. Ekki er við hæfi að eyðileggja upplifun annarra þó þú sért tilbúinn að eyðileggja þína eigin. Engin 15 mínútna frægð getur verið þess virði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 10 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Í gær

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?