Chelsea og Manchester United munu funda á næstu klukkustundum til að reyna að finna lausn á málum Mason Mount.
Mount vill fara frá Chelsea og hefur látið félagið formlega vita af því.
55 milljóna punda tilboð Manchester United er enn á borði Chelsea og segir Fabrizio Romano að félögin ræði nú saman.
United ætlar hins vegar að leita annað ef Chelsea fer ekki að taka ákvörðun, tilboðið verði ekki endalaust í gildi.
Romano segir að fundirnir fari fram á næstu 24 eða 48 klukkustundum og þar gæti samkomulagið náðst.
Understand Chelsea and Manchester United are prepared for direct contact this week to make final decision on Mason Mount deal. 🚨🔴 #MUFC
Direct club to club talks will take place within 24/48h to understand how to proceed.
Man United £55m bid remains valid… but not forever. pic.twitter.com/ec8e8bFc1D
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 27, 2023