fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Sprungu úr hlátri yfir óheppni Davíðs – Lokaðist inni á Sorpu í gær og síminn varð batteríslaus

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 27. júní 2023 14:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Sigurgeirsson tónlistarmaður lenti í þeirri óheppilegri reynslu að lokast inni á endurvinnslustöð Sorpu og ekki komast ferða sinna.

Kristín Sif Björgvinsdóttir útvarpskona hringdi í Davíð í beinni í morgun í þættinum Ísland vaknar á K100 til að fá að heyra söguna.

Sneri sér við og staðurinn var tómur

Davíð hefur undanfarið verið að standsetja húsið sitt og hefur verið duglegur að deila frá ferlinu í Story á Instagram. Hann er því nokkuð tíður gestur á Sorpu þessa dagana en það vildi svo óheppilega til að hann varð næstum því næturgestur þar í gærkvöldi þegar hann lokaðist inni á einni endurvinnslustöð Sorpu.

„Þetta var frekar grillað móment,“ sagði hann um atvikið á K100.

„Ég var svolítið lengi [á Sorpu] og þegar ég sneri mér við þá sá ég að það var enginn á staðnum lengur,“ sagði hann við hlátrasköll Kristínar og Þrastar, sem var að leysa Þór Bæring af í morgun.

„Svo fór ég að leita að starfsmanni og það var enginn starfsmaður. Ég var bara einn þarna eftir.“

Síminn varð batteríslaus

Davíð reyndi að hringja í þjónustunúmer Sorpu, en enginn svaraði þar sem þetta var utan þjónustutíma. Hann náði síðan í Öryggismiðstöðina, sem betur fer því síminn var að verða batteríslaus.

Um 40 mínútum seinna var honum bjargað en á meðan hann beið fékk hann símtal frá starfsmanni Sorpu. „Hún sagði: „Hæ, ég heiti Steina og hringi frá Sorpu“ og svo búmm, ég varð batteríslaus.“

Kristín og Þröstur sprungu úr hlátri og viðurkennir Davíð að hann hafi bara haft gaman af þessu.

Það er ennþá hægt að skoða myndböndin í Story á Instagram hjá Davíð.

Horfðu á innslagið úr þættinum hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Í gær

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“