fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Bjarni vill koma upp flóttamannabúðum á landamærunum – „Það er það sem allir eru að gera.“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. júní 2023 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forystufólk stjórnarflokkanna ræddi meðal annars um útlendingamálin í Pallborði Vísis í morgun. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill halda áfram þeirri vinnu sem Jón Gunnarsson fráfarandi dómsmálaráðherra kom af stað. Hann vill ganga lengra í umbótum en gert er í nýju útlendingafrumvarpi. Nefnir hann sem dæmi að kærunefnd útlendingamála hafi komist að annarri niðurstöðu varðandi hælisleitendur frá Venesúela en gert sé víðast hvar annars staðar. Þess vegna séu fleiri að koma hingað frá Venesúela, ásóknin sé gífurleg þaðan.

„Það er ákveðið stjórnleysi í málaflokknum,“ sagði Barni og kvað fast að orði. „Ég vil að okkar kraftar fari í að hlúa að því fólki sem við höfum skuldbundið okkur samkvæmt alþjóðlegum samningum til að taka við vegna þessa að það getur ekki snúið aftur til síns heima, og hjálpa því að aðlagast samfélaginu. Ég vil ekki að við eyðum milljörðum á hverju ári, tíu milljörðum núna, í að finna út úr því hvort við ætlum að taka utan um þetta fólk og hjálpa því að aðlagast samfélaginu. Sko það gengur ekki. Eitt af því sem þingið hefur ekki afgreitt og við höfum ekki fengið í gegn, við Sjálfstæðismenn, er að á landamærunum verði fleirum snúið við. Tilhæfulausar umsóknir, fólk sem er þegar með vernd í samstarfsríkum okkar og vill samt koma hingað til að fá vernd.“

Bjarni vill einnig sjá það sem hann kallar móttökubúðir fyrir hælisleitendur og þær eigi að vera sem næst landamærunum. „Það er það sem allir eru að gera.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks