Piero Ausilio yfirmaður knattspyrnumála hjá Inter er mættur til Englands og er þar að funda með Manchester United.
Inter er tilbúið að selja Andre Onana markvörð félagsins sem Manchester United langar að kaupa.
Inter þarf að sækja sér fjármuni til að komast í gegnum regluverk UEFA og Onana er einn af þeim sem áhugi er á.
Onana og Erik ten Hag stjóri Manchester United unnu saman hjá Ajax og þar sem þau ná vel saman.
Onana er 27 ára gamall og hefur spilað 34 landsleiki fyrir Kamerún á ferli sínum.
Inter sporting director Piero Ausilio is in England to pursue the negotiation for the transfer of André Onana to #mufc. [@cmdotcom] pic.twitter.com/iyckwWUOui
— UtdDistrict (@UtdDistrict) June 27, 2023