fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Hriktir í stjórnarsamstarfinu vegna hvalveiðibannsins – „Þá er mér brugðið og ég er ekki sáttur við það“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. júní 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er afar ósáttur við þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að fresta hvalveiðivertíð fram til haustsins. Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísir.is þar sem forystumenn stjórnarflokkana ræddu málin.

„Í fyrsta lagi kom þetta mál mér á óvart. Ég sat því miður ekki þennan hluta af ríkisstjórnarfundinum þar sem málið kom upp, málið var ekki á dagskrá og ég hef ekki átt samtal við ráðherrann um þetta mál hingað til. Ég held að það sé margt sem sé til umhugsunar varðandi þessa ákvörðun og þingflokkur okkar hefur rætt þetta margoft og við höfum sent út þau skilaboð að þessa ákvörðun ætti að endurskoða. Hér er ekki bara að vegast á í mínum huga atrði sem snúa að velferð dýra heldur kemur hérna margt fleira til. Í fyrsta lagi erum við og höfum verið hvalveiðiþjóð í gegnum tíðina, það að að hætta þeim veiðum eða stöðva þær á grundvelli dýravelferðar er bara risastór ákvörðun sem ég hefði haldið að þyrfti að fara fyrir þingið.“

Bjarni benti í að veiðarnar áttu að hefjast daginn eftir að Svandís tilkynnti um ákvörðun sína: „Í öðru lagi er hér undir allur aðdragandinn. Veiðarnar áttu að hefjast næsta dag og allur undirbúningurinn, fjárfestingin, allir þeir sem áttu undir, fjölskyldur og aðrir sem hafa starfað við veiðarnar, mér finnst ekki hæfilegt tillit tekið til þeirra með þessari ákvörðun. Hér er beint sjónum að aðferðafræðinni við veiðarnar en ég hef á tilfinningunni að þetta snúist ekki bara um aðferðafræðina við veiðarnar. Þetta snýst að verulegu leyti í mínum huga um að fólk er bara á móti því að veiða hvali.“

Bjarni benti að það hafi verið rætt ítarlega þegar ríkisstjórnin var mynduð hvort hætta ætti hvalveiðum. „Ég var á móti því. Ég hafnaði því að það væri upplegg þessarar ríkisstjórnar. Þannig að þegar þær eru stöðvaðar með þessum hætti þá er mér brugðið og ég er ekki sáttur við það.“

Bjarni var þá spurður hvort þetta væri stjórnarslitamál og hann svaraði: „Ég heyri það sem ráðherrann er að segja og ég heyri það að hún telur að hún hafi ekki átt aðra valkosti í stöðunni og ég verð að bera virðingu fyrir því. En ég segi samt: Það þýðir ekki að þú slökkvir á allri vertíðinni. Það er ekki nauðsynlegt í þessu samhengi.“

„Þetta er ekki gott innlegg inn í stjórnarsamstarfið,“ sagði Bjarni ennfremur við þeirri spurningu hvort ákvörðun Svandísar myndi sprengja stjórnina.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks