Markaþáttur Lengjudeildarinnar var sýndur hér á 433.is í gær en er einnig aðgengilegur í Sjónvarpi Símans.
Þeir félagar Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson greindu þar öll helstu atriði úr síðustu umferð.
Þar á meðal var leikur Leiknis og Aftureldingar sem endaði með 2-2 jafntefli. Leiknir situr í fallsæti á meðan Afturelding er á toppi deildarinnar.
Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli en varnarleikur Leiknis hefur verið til vandræða í allt sumar.
„Ein tölfræði um Leikni, í sex leikjum af átta hafa þeir fengið á sig tvö mörk eða fleiri. Þetta er til skammar,“ sagði Helgi Fannar um stöðu mála Í Efra-Breiðholti.
Hrafnkell Freyr segir leikstíl Leiknis bjóða upp á mörk á sig. „Þeir fara með marga menn upp og skilja eftir svæði, það er byrjað að greina þá það vel að herja í svæðin þar sem þeir eru í vandræðum,“ sagði Hrafnkell.
Umræðan er hér að ofan.