Gazzetta dello Sport á Ítalíu heldur því fram að Victor Osimhen framherji Napoli sé á lista Liverpool og að enska félagið muni gera tilboð í hann.
Osimhen sem er 24 ára framherji er einn eftirsóttasti knattspyrnumaður í heimi í dag.
Framherjinn frá Nígeríu skoraði 31 mark í 39 leikjum á þessu tímabili þegar Napoli vann Seriu A.
Osimhen er á lista hjá PSG og Chelsea og er búist við því að franska félagið geri tilboð innan tíðar.
Gazzetta segir að Liverpool vilji gera tilboð en Napoli vill 105 milljónir punda fyrir framherjann knáa.