Manchester United hefur frumsýnt nýja treyju félagsins sem notuð verður á næstu leiktíð.
Það er áfram Adidas sem framleiðir búninga félagsins og treyjan er að sjálfsögðu rauð.
Treyjan fær eins og allar nýjar treyjur misjafna dóma en rósir Manchester eru áberandi í auglýsingu fyrir treyjuna.
Team Viewer er áfram stærsti styrktaraðili félagsins en þýska fyrirtækið vill losna út.