fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Hefur þreytt samrætt inntökupróf í fjörutíu ár án árangurs – Þrautseigjan vekur heimsathygli

Pressan
Þriðjudaginn 27. júní 2023 09:04

Þrautseigja Liang Shi hefur skilað honum í heimsfréttirnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverskur kaupsýslumaður á sextugsaldri hefur vakið heimsathygli fyrir linnulausar en árangurslausar tilraunir sínar til þess að komast inn í fremstu háskóla heimalandsins,

Liang Shi, sem er 56 ára gamall, hefur að mörgu leyti átt farsæla ævi. Eftir að hafa flakkað á milli starfa í mismunandi geirum hóf hann eigin rekstur og kom ár sinni ágætlega fyrir borð. Þá kynntist hann konu sinni og eignaðist son. Shi hefur þó ekki getað á heilum sér tekið vegna þess að hann gekk ekki í háskóla. Því hefur hann reynt að breyta undanfarin fjörtíu ár. CNN greinir frá.

Samkeppnin um háskólanám er mikil í Kína og á hverju ári þreyta metnaðarfullir nemendur tveggja daga samræmt próf, svokallað gaokao, en niðurstöður þessa skera úr um hvað nemendur komast í bestu háskólanna og hvort þeir komist yfirhöfuð að.

Undanfarin fjörtíu ár hefur Liang Shi þreytt umrætt próf 27 sinnum og það án þess að ná tilskyldum árangri til þess að komast í draumaskólann sinn, Sichuan University, sem er í heimaborg hans Chengdu og er í hópi bestu háskóla heims.

Sichuan-háskólinn er draumur kappans

Þrjóska Liang Shi við að upplifa draum sinn hefur vakið mikla athygli í Kína og hafa fjölmiðlar fjallað um baráttuna. Hann þreytti fyrsta gaokao-prófið árið 1983 án þess að ná tilsettum lágmörkum og sama var upp á teningnum næstu tvö ár.

Síðan tók lífsbaráttan yfir en þó að Liang Shi hafi einstöku sinnum misst úr ár reyndi hann reglulega við prófið. Hann náði lágmörkunum árið 1992 en þó aðeins til þess að komast í frekar lélegan háskóla og hann ákvað að þiggja það pláss ekki, sannfærður um að betri möguleiki myndi bjóðast að ári. Það raungerðist þó ekki.

Að endingu varð Liang Shui of gamall til að þreyta prófin og því virtist draumurinn á enda runninn. Það breyttist þegar stjórnvöld ákváðu að fella niður aldurstakmarkið og þá hófst Shi handa að nýju og hefur þreytt hvert einasta próf frá árinu 2010. En niðurstaðan er alltaf sú sama – árangurinn er ekki nógu góður og fer versnandi.

Þrettán milljónir námsmanna þreyttu prófið í ár en niðurstaða Liang Shi í ár voru 428 stig af 750 mögulegum sem var talsvert verri árangur en hann hafði náð árinu áður. Það opnar engar dyr og nú hefst undirbúningur kappans fyrir prófið að ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana