Marco Kirdemir sem er umboðsmaður knattspyrnumanna hélt því fram á Marca í gærkvöldi að Liverpool væri tilbúið að kaupa Kylian Mbappe.
Tók Kirdemir það fram að Liverpool væri tilbúið að greiða 215 milljónir punda fyrir Mbappe.
Mbappe hefur látið PSG vita að hann muni ekki framlengja samning sinn sem rennur út eftir ár.
An interesting take. Marco Kirdemir, FIFA agent, has told @RadioMARCA that Liverpool are willing to spend €250M on Kylian Mbappe… I won't hold my breath. pic.twitter.com/y8h3I5aRqI
— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) June 26, 2023
Daníel Ólafsson sem er einn af virtari stuðningsmönnum Liverpool á Íslandi átti erfitt með að kaupa þessa sögu sem Liverpool blaðamaðurinn Dave sagði frá.
„Þú verður að hætta,“ svaraði Daníel og Liverpool maðurinn hafði gaman af og birti mynd af hlæjandi tjákni.
Hvort sagan sé sönn er óvíst en ljóst er að einhver lið munu skoða að kaupa MBappe í sumar.
🤣
— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) June 26, 2023