Það er að hitna í kolunum þegar kemur að Declan Rice en Manchester City lagði fram tilboð í gær og Arsenal undirbýr sitt þriðja tilboð.
Tilboðið var lagt inn í gærkvöldi en City bauð 80 milljónir punda í fastar greiðslur og 10 milljónir punda í bónusa.
Svipuðu tilboði Arsenal var hafnað fyrir helgi en þá bauð félagið 75 milljónir punda í fastar greiðslur og 15 milljónir punda í bónusa.
West Ham fer fram á 100 milljónir punda. Arsenal undirbýr einnig nýtt tilboð.
Það að City hafi lagt fram tilboð bendir til þess að félagið viti að Rice sé klár í að mæta takist félögunum að ná saman en hann hefur einnig áhuga á því að fara til Arsenal.