David Ornstein blaðamaður The Athletic hefur staðfest að Manchester City hafi lagt fram formlegt tilboð í Declan Rice miðjumann West Ham.
Tilboðið var lagt inn í gærkvöldi en City býður 80 milljónir punda í fastar greiðslur og 10 milljónir punda í bónusa.
Svipuðu tilboði Arsenal var hafnað fyrir helgi en þá bauð félagið 75 milljónir punda í fastar greiðslur og 15 milljónir punda í bónusa.
Búist er við að West Ham hafni tilboði City og fari fram á 100 milljónir punda. Arsenal undirbýr einnig nýtt tilboð.
Það að City hafi lagt fram tilboð bendir til þess að félagið viti að Rice sé klár í að mæta takist félögunum að ná saman en hann hefur einnig áhuga á því að fara til Arsenal.
🚨 EXCL: West Ham have tonight received formal offer from Manchester City to sign Declan Rice. #MCFC proposing deal worth £80m + £10m add-ons after 2nd Arsenal bid of £75m + £15m rejected last week. #AFC pursuit of main target ongoing @TheAthleticFC #WHUFC https://t.co/61GrpGrlrq
— David Ornstein (@David_Ornstein) June 26, 2023