Georgina Rodriguez unnusta Cristiano Ronaldo lætur fara vel um sig í sumarfríi með kappanum um þessar mundir.
Parið hefur ásamt börnum og vinum dvalið á snekkju á ótilgreindum stað eftir að Ronaldo var hetja Portúgal hér á Íslandi fyrir viku síðan.
Georgina og Ronaldo hafa trúlofað sig en Georgina frumsýndi 615 þúsund punda hringinn sinn í fríinu.
Hringurinn sem kostar 105 milljónir íslenskra króna er afar glæsilegur.
Búist er við að Ronaldo og Georgina gifti sig á næstunni en parið er nú búsett í Sádí Arabíu þar sem Ronaldo leikur með Al Nassr.