Það virðist allt vera klappað og klárt þegar kemur að kaupum Arsenal á Kai Havertz frá Chelsea.
Arsenal borgar um 65 milljónir punda fyrir Havertz sem virðist vera búinn að ganga frá öllu.
🚨🚨 | Havertz in an Arsenal shirt pic.twitter.com/V2dl6IrFRb
— CentreGoals. (@centregoals) June 26, 2023
Havertz hefur upplifað erfiða tíma hjá Chelsea en vonast til að finna taktinn hjá Arsenal.
Talið er að Mikel Arteta hafi hug á að nota hann sem miðjumann en hann lék mest sem sóknarmaður hjá Chelsea undir það síðasta.
Arsenal vonast til að kaupa Havertz, Jurrien Timber og Declan Rice á næstu dögum.