Landsliðsmaðurinn Daníel Leó Grétarsson hefur samið við Sönderjyske í Danmörku. Kappinn skrifar undir fjögurra ára samning.
Varnarmaðurinn kemur frá Slask Wroclaw í Póllandi, þar sem hann hefur spilað frá því í janúar 2022. Hann hefur einnig leikið með Blackpool og Álasundi í atvinnumennskunni.
Sönderjyske spilar í dönsku B-deildinni og þar er fyrir Íslendingurinn Atli Barkarson.
Hinn 27 ára gamli Daníel á að baki 13 A-landsleiki og var í hópnum sem tapaði gegn Slóvakíu og Portúgal á dögunum.