Það er útlit fyrir að Roy Hodgson verði áfram stjóri Crystal Palace á næstu leiktíð.
Hodgson, sem er 75 ára gamall, tók við Palace á ný í mars eftir að Patrick Vieira hafði verið rekinn.
Hann bjargaði liðinu örugglega frá falli og samkvæmt Sky Sports hefur hann nú samið um að vera stjóri Palace á næsta ári í ensku úrvalsdeildinni.
Sky Sports segir að munnlegt samkomulag á milli Hodgson og Palace hafi náðst, það eigi aðeins eftir að staðfesta það formlega.
Hodgson stýrði Palace fyrst frá 2017 til 2021 en tók sem fyrr segir við á ný í vor.