Ólafur Ingi Skúlason hefur þurft að gera tvær breytingar á U19 ára landsliðshópnum sem er á leið á lokamót EM.
Galdur Guðmundsson leikmaður FCK og Benoný Breki Andrésson sóknarmaður KR komainn í hópnum.
Daníel Tristan Guðjohnsen leikmaður Malmö og Hilmir Rafn Mikaelsson leikmaður Tromso detta út úr hópnum.
Mótið fer fram á Möltu dagana 3. – 16. júlí. Ísland er í riðli með Grikklandi, Noregi og Spáni. Ísland endaði í efsta sæti síns riðils í undankeppni mótsins.
‼️Það hafa orðið breytingar á lokahóp U19 karla fyrir lokakeppni EM
➡️Inn: Galdur Guðmundsson og Benoný Breki Andrésson
⬅️Út: Daníel Tristan Guðjohnsen og Hilmir Rafn Mikaelsson— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 26, 2023