Hörðustu stuðningsmenn Paris Saint-Germain vilja ekki sjá Lucas Hernandez ganga í raðir félagsins.
Hernandez er að ganga í raðir PSG frá Bayern Munchen fyrir 34 milljónir punda. Hann átti ár eftir af samningi sínum við þýska félagið.
Stuðningsmenn PSG eru margir hverjir ansi harðir og vilja sumir ekki sjá Hernandez ganga í raðir félagsins þar sem hann er fæddur í Marseille.
Mikill rígur er á milli PSG og Marseille.
Þá eru stuðningsmenn PSG ósáttir við hvernig Hernandez fagnaði með Bayern eftir að liðið vann Meistaradeild Evrópu gegn PSG árið 2020.
Stuðningsmennirnir eru þekktir fyrir að vera harðir í horn að taka og hafa til að mynda ekki gefið Lionel Messi, Neymar eða Kylian Mbappe neinn afslátt undanfarin ár.