Riyad Mahrez er næstur á lista hjá liðum í Sádí Arabíu en Al-Ahli hefur sett sig í samband við kauða og vill fá hann.
Al-Ahli er til í að borga Mahrez 43 milljónir punda í árslaun auk þess fær hann væna bónusgreiðslur.
Al-Ahli er að ganga frá kaupum á Edouard Mendy frá Chelsea og reynir að sannfæra Roberto Firmino um að koma.
Firmino er án félags eftir að samningur hans við Liverpool rann út.
Mahrez er 32 ára gamall en hann getur fimmfaldað laun sín með því að semja við Al-Ahli en hann er með 8,5 milljón punda í árslaun í dag.
Mahrez framlengdi samning sinn við City síðasta sumar og þarf því Al-Ahli að kaupa hann frá Manchester City.