fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
433Sport

Stuðningsmenn United að missa vitið – Boða til mótmæla gegn Glazer fjölskyldunni á morgun

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 26. júní 2023 21:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur stuðningsmanna Manchester United hefur boðað til mótmæla á Old Trafford á morgun til að mótmæla eigendum félagsins, Glazer fjölskyldunni.

Glazer fjölskyldan hefur verið með félagið í söluferli í átta mánuði en enginn niðurstaða hefur fengist.

Hópurinn sem kallar sig The 1958 hefur boðað til mótmæla á morgun á tíma og félagið kynnir nýjan búning sinn.

Sheik Jassim frá Katar og Sir Jim Ratcliffe hafa átt í löngum viðræðum við Glazer fjölskylduna án niðurstöðu.

Langur tími í söluferlinu hefur leitt til þess að Erik ten Hag er í óvissu um hvað hann getur gert á leikmannamarkaðnum í sumar.

Glazer fjölskyldan vill ekki eyða peningum í leikmenn ef þeir eru að selja félagið og nýr mögulegur eigandi getur ekkert gert á meðan ferlið er ekki klárað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gæti verið að semja við sitt fjórða lið í úrvalsdeildinni – 36 ára gamall í dag

Gæti verið að semja við sitt fjórða lið í úrvalsdeildinni – 36 ára gamall í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ummæli Guardiola gætu hafa kostað Manchester City peninga

Ummæli Guardiola gætu hafa kostað Manchester City peninga
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skap stjörnu Manchester United áhyggjuefni fyrir önnur félög

Skap stjörnu Manchester United áhyggjuefni fyrir önnur félög