Arsenal er langt komið með það að ganga frá kaupum á Jurrien Timber varnarmanni Ajax en samkomulag milli félaganna nálgast.
Timber mun tvöfalda laun sín og segja ensk blöð að hann fá 6,8 milljónir punda í árslaun eða 1,2 milljarð íslenskra króna.
Timber er 22 ára gamall en Ajax neitaði að selja hann síðasta sumar. Búist er við að Timber gangi í raðir Arsenal í sumar.
Timber er í hollenska landsliðinu en Arsenal vonast til að kaupa hann, Declan Rice og Kai Havertz á næstu dögum.
Mikel Arteta stjóri Arsenal vill fá inn miðvörð sem Timber er, er það til að hafa aukna samkeppni ef meiðsli koma upp.