fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
433Sport

Greenwood gefur sterkar vísbendingar um framtíð sína

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 26. júní 2023 13:30

Mason Greenwood / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mason Greenwood gæti verið að fara frá Manchester United ef marka má nýjustu fréttir.

Kappinn bíður enn eftir því að vita um örlög sín eftir að mál gegn honum var látið niður falla fyrr á árinu.

Um eitt og hálft ár er liðið frá því að hinn 21 árs gamli Greenwod var handtekinn og kærður fyrir nauðgun og ofbeldi í nánu sambandi.

Ekki var ákært í málinu eftir að vitni breyttu framburði sínum og ný gögn komu fram í málinu. United ákvað þá að hefja rannsókn á málinu.

Þeirri rannsókn er ekki lokið. Æðstu menn hjá félaginu eru enn að íhuga hvað skuli gera með Greenwood, sem var einn efnilegasti leikmaður heims áður en mál hans kom upp.

Samkvæmt heimildamanni breska götublaðsins The Sun er Greenwood orðinn ansi þreyttur á að bíða og vill svör sem fyrst. Kappinn vill byrja aftur að spila fótbolta.

Nú hefur Greenwood skráð glæsilegt hús sitt til leigu og gefur það sterklega í skyn að hann sé að flytja.

Greenwood hefur verið orðaður við lið utan Englands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gæti verið að semja við sitt fjórða lið í úrvalsdeildinni – 36 ára gamall í dag

Gæti verið að semja við sitt fjórða lið í úrvalsdeildinni – 36 ára gamall í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ummæli Guardiola gætu hafa kostað Manchester City peninga

Ummæli Guardiola gætu hafa kostað Manchester City peninga
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skap stjörnu Manchester United áhyggjuefni fyrir önnur félög

Skap stjörnu Manchester United áhyggjuefni fyrir önnur félög