Manchester City vill fá loforð frá Declan Rice um að hann vilji koma til félagsins áður en félagið leggur fram tilboð til West Ham.
Rice er á förum frá West Ham í sumar en Arsenal hefur lagt fram tvö tilboð í kappann.
City er búið að missa Ilkay Gundogan og fleiri gætu verið á förum, Pep Guardiola vill því styrkja miðsvæðið.
West Ham vill fá um 100 milljónir punda fyrir Rice en Arsenal ætlar að leggja fram nýtt tilboð í vikunni.
Rice er sagður spenntur fyrir því vinna með Mikel Arteta en það að fara til Englandsmeistaranna og Evrópumeistaranna gæti heillað.
Búist er við að framtíð Rice fari að skýrast í vikunni og búist er við tilboðum frá báðum félögum.