Chelsea ætlar sér að blanda sér í baráttuna um Victor Osimhen framherja Napoli samkvæmt fréttum dagsins. Chelsea leitar sér að framherja.
Romelu Lukaku er í eigu félagsins en það er talið ólíklegt að hann verði áfram í herbúðum félagsins.
Osimhen kom til Napoli fyrir 74 milljónir punda sumarið 2020 en nú vill Napoli fá um 130 milljónir punda fyrir kappann.
Osimhen var frábær á síðustu leiktíð þar sem Napoli varð ítalskur meistari.
Mauricio Pochettinom nýr stjóri Chelsea er sagður leggja áherslu á það að fá inn framherja en Manchester United og PSG fylgjast einnig með gangi mála.
Chelsea er að losa um fjármuni en hið minnsta þrír leikmenn félagsins eru á leið til Sádí Arabíu fyrir væna summu.