Manchester United hefur sett sig í samband við fulltrúa Adrien Rabiot og hefur áhuga á að fá leikmanninn til liðs við sig. The Athletic segir frá þessu.
Hinn 28 ára gamli Rabiot er að verða samningslaus hjá Juventus en félagið reynir af öllu afli að fá leikmanninn til að skrifa undir eins árs framlengingu. Það hefur ekki tekist hingað til.
United vonast til að fá Frakkann á frjálsri sölu þegar samningur hans rennur út um mánaðarmótin.
Rabiot hefur verið á mála hjá Juventus síðan 2019, en hann kom frá Paris Saint-Germain.
Erik ten Hag, stjóri United, vinnur að því að styrkja lið sitt fyrir komandi átök á Englandi á næstu leiktíð.