Manchester United gæti losað sig við allt að þrettán leikmenn í sumar samkvæmt enskum miðlum.
Liðið átti fínasta fyrsta tímabil undir stjórn Erik ten Hag. Liðið endurheimti sæti í Meistaradeild Evrópu og vann enska deildabikarinn.
Það verða þó breytingar á leikmannahópnum í sumar. Ten Hag vill styrkja liðið töluvert og hefur United áhuga á Harry Kane, Rasmus Hojlund, Mason Mount og Andre Onana til að mynda.
Haugur af leikmönnum gæti farið í staðinn og hér að neðan má sjá lista yfir þá.
Til í að hlusta á tilboð
Jadon Sancho
Harry Maguire,
Scott McTominay
Anthony Martial
Dean Henderson
Til sölu
Donny van de Beek
Fred
Anthony Elanga
Hannibal Mejbri
Alex Telles
Brandon Williams
Eric Bailly
Zidane Iqbal (á leið til Utrecht)