fbpx
Fimmtudagur 10.apríl 2025
Pressan

Vísindamaður sem rannsakar óheiðarleika sakaður um falsanir

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 26. júní 2023 16:00

Ásakanir um falsanir skekja nú Harvard-háskóla/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamaður við viðskiptafræðideild Harvard-háskóla í Bandaríkjunum sem rannsakar óheiðarleika og ósannsögli hefur verið sakaður um að falsa rannsóknargögn í fjölmörgum rannsóknarritgerðum.

Francesca Gino, prófessor, hefur sérhæft sig í rannsóknum á hegðun fólk og heiðarleika þess, jafnt sem óheiðarleika. Í frétt Daily Mail kemur fram að hún hafi verið send í leyfi á meðan rannsókn stendur yfir innan Harvard á trúverðugleika hennar eigin rannsókna.

Málið komst í hámæli þegar þrír fræðimenn birtu bloggfærslu sem þeir sögðu sanna að Gino hefði falsað gögn og þar með niðurstöður rannsókna sinna í fjölda rannsóknarritgerða sem hún var meðhöfundur að.

Gino var rísandi stjarna við Harvard. Rannsóknir hennar á svindli, lygum og óheiðarleika hafa hlotið mikla athygli í fjölmiðlum. Samkvæmt niðurstöðum þeirra var hægt að hafa áhrif á val fólks og hegðun þess með lúmskun hætti án þess að að viðkomandi gerði sér grein fyrir því.

Fyrsta rannsókn hennar sem þótti vafasöm er frá 2012. Þar þóttu hún og samstarfsfólk hennar færa sönnur á að það skipti máli að láta þátttakendur undirrita drengskapareið áður en þeir hófu að svara spurningum frekar en við lok rannsóknarinnar. Þannig mætti tryggja betur að svörin yrðu heiðarleg.

Þessi rannsókn var dregin til baka níu árum síðar vegna þess að annar vísindamaður en Gino, sem kom að rannsókninni, falsaði gögn. Í ljós kom að Excel-skjali, sem birt var opinberlega og innihélt töluleg gögn úr rannsókninni, hafði verið breytt til að styrkja niðurstöður rannsóknarinnar.

Hins vegar er nú fullyrt að um sé að ræða víðtækari falsanir í þessari rannsókn en áður var talið og að Gino hafi tekið þátt í þeim.

Samstarfsmaður Gino til margra ára, Maurice Schweitzer, sem starfar við Háskóla Pennsylvaníu óttast að hann hafi verið blekktur og svikinn. Hann fer nú vandlega yfir þær átta rannsóknarritgerðir sem þau unnu saman að, í leit að mögulegum fölsunum.

Schweitzer segir ásakanirnar í garð Gino munu hafa víðtæk áhrif í fræðasamfélaginu þar sem hún hafi unnið með svo mörgum kollegum sínum og sent frá sér margar fræðigreinar og rannsóknarritgerðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elín Metta komin heim
Pressan
Í gær

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum
Pressan
Í gær

Kínverjar gera grín að Bandaríkjamönnum – Sjáðu myndbandið

Kínverjar gera grín að Bandaríkjamönnum – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útskýrir fáránlega en sanna forsögu tollastefnu Trump

Útskýrir fáránlega en sanna forsögu tollastefnu Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgáta eftir að fimm hjúkrunarfræðingar á sömu hæð greindust með heilaæxli

Ráðgáta eftir að fimm hjúkrunarfræðingar á sömu hæð greindust með heilaæxli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Börnin sem voru alin upp af dýrum – Úlfabörnin – Apabarnið – Kjúklingastrákurinn

Börnin sem voru alin upp af dýrum – Úlfabörnin – Apabarnið – Kjúklingastrákurinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegar staðreyndir um hunda

Ótrúlegar staðreyndir um hunda