Breiðablik er komið í toppsætið í Bestu deild kvenna eftir leik við Val í stórleik dagsins.
Leikið var á Kópavogsvelli en Blikar skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik áður en Valur lagaði stöðuna í þeim seinni.
Blikar eru nú með 20 stig á toppnum og með jafn mörg stig og Valur en með töluvert betri markatölu.
Þá áttust við Þór/KA og Stjarnan þar sem sex mörk voru skoruð í gríðarlega fjörugri viðureign.
Leiknum lauk með 3-3 jafntefli en Stjarnan jafnaði metin í blálokin er Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.
Hér má sjá úrslitin en markaskorarar voru fengnir frá Fótbolta.net.
Breiðablik 2 – 1 Valur
1-0 Agla María Albertsdóttir (‘3)
2-0 Arna Sif Ásgrímsdóttir (’44, sjálfsmark)
2-1 Ásdís Karen Halldórsdóttir (’53)
Þór/KA 3 – 3 Stjarnan
0-1 Snædís María Jörundsdóttir (‘3)
0-2 Heiða Ragney Viðarsdóttir (’12)
0-3 Jasmín Erla Ingadóttir (’37)
1-3 Hulda Björg Hannesdóttir (’49, víti)
2-3 Karen María Sigurgeirsdóttir (’74)
3-3 Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (’90, sjálfsmark)