Rúnar Már Sigurjónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við lið Voluntari í Rúmeníu.
Þetta hefur rúmenska félagið staðfest en Rúnar var upphaflega fenginn til félagsins í desember á síðasta ári.
Íslenski landsliðsmaðurinn stóð sig vel og fékk að launum þriggja ára samning en hann hafði áður leikið með Cluj þar í landi.
Sögusagnir hafa verið á kreiki um að Rúnar sé á heimleið og hafa lið eins og ÍA og Valur verið nefnd til sögunnar.
Ekkert verður þó úr því og verður þessi 33 ára gamli miðjumaður í Rúmeníu næstu ár.