Eins óvænt og það hljómar þá gæti miðjumaðurinn Oriol Romeu verið á leið aftur til Barcelona.
Romeu er 31 árs gamall en hann hefur spilað með Girona undanfarið ár en var einnig hjá Southampton frá 2015-2022.
Spænskir miðlar segja að Romeu sé mögulegur arftaki Sergio Busquets sem er að kveðja eftir mörg ár hjá Barcelona.
Romeu yfirgaf Barcelona árið 2010 og samdi við Chelsea og var þar í fjögur ár. Hann spilaði svo yfir 200 leiki fyrir Southampton í efstu deild.
Romeu er varnarsinnaður miðjumaður og býr yfir fínni tækni en yrði líklega notaður sparsamlega á Nou Camp næsta vetur.
Hann lék með Barcelona frá 2004 til 2010 en var fyrir það í akademíu Espanyol.