Christopher Nkunku er genginn í raðir Chelsea en hann kom til félagsins nýlega frá RB Leipzig í Þýskalandi.
Nunku kostar Chelsea 53 milljónir punda en hann var markahæsti leikmaður Bundesligunnar á síðustu leiktíð.
Þrátt fyrir að hafa kostað svo mikið hefur hann enn ekki rætt við Mauricio Pochettino, stjóra Chelsea, sem var ráðinn í sumar.
Chelsea var þó búið að semja um kaup á Nkunku áður en ráðning Pochettino var staðfest.
,,Ég get sagt það að ég legg mig alltaf fram og mun gefa allt í verkefnið, fyrir stuðningsmennina og vinan titla. Ég vona að ég geti glatt þá eins mikið og það gleður mig að vera hér,“ sagði Nkunku.
,,Á vellinum þá er ég ansi hljóðlátur en ég get talað og ég get öskrað. Ég einbeiti mér að fótboltanum og að vinna, ég tala með fótunum. Það er þó auðvitað mikilvægt að tala við strákana.“
,,Ég hef ennþá ekki talað við hann [Pochettino], ég hef talað við vini mína í París um hann og þeir höfðu bara góða hluti að segja svo ég er spenntur.“