Aaron Ramsey, goðsögn Arsenal, hefur sent Mikel Arteta, stjóra liðsins, skilaboð fyrir sumargluggann.
Ramsey vill að Arteta haldi í sóknarmanninn Flolarin Balogun sem er sterklega orðaður við brottför þessa stundina.
Balogun neitar sjálfur að fara annað á láni og mun annað hvort spila fyrir Arsenal í vetur eða fara endanlega.
Ramsey þekkir til bandaríska landsliðsmannsins og segir hann klárlega nógu góðan fyrir ensku úrvalsdeildina.
,,Ég er ekki stjóri Arsenal en Balogun er virkilega góður. Við mættum honum nokkrum sinnum og það sem ég sá, hann er gríðarlega spennandi leikmaður að hafa í þínu liði,“ sagði Ramsey.
,,Arsenal gæti verið með marga góða leikmenn en hann er svo sannarlega með gæðin. Hann er klárlega nógu góður fyrir ensku úrvalsdeildina.“