Ólafur Laufdal veitingamaður lést í gær, 78 ára að aldri. Vísir greinir frá.
Samkvæmt heimildum DV lést Ólafur í faðmi fjölskyldu eftir stutt veikindi.
Ólafur hóf störf í veitingabransanum aðeins 12 ára gamall, fyrst á Hótel Borg. Hann stofnaði meðal annars hina frægu skemmtistaði Hollywood og Broadway. Hann var einnig stórtækur í hótelrekstri og byggði Hótel Ísland í Ármúla. Einnig rak hann Hótel Borg um langt skeið.
Síðustu árin rak Ólafur Hótel Grímsborgir ásamt eiginkonu sinni Kristínu Ketilsdóttur.