fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Buðu grunlausum manneskjum í tveggja ára afmælisfögnuð PLAY á Íslandi

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 25. júní 2023 09:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfélagið PLAY bauð tveimur manneskjum af handahófi frá Washington DC í Bandaríkjunum til Íslands til þess að fagna tveggja ára afmæli flugfélagsins. Það eina sem þessar tvær manneskjur þurftu að gera til að fá að koma í þessa ferð var að svara nokkrum spurningum um Ísland, vera með gilt vegabréf og geta hoppað upp í flugvél samdægurs og fljúga til Íslands með PLAY til að upplifa margt af því besta sem landið hefur upp á að bjóða.

Tvö ár eru liðin frá allra fyrsta flugi PLAY en sú ferð var farin til London 24. júní árið 2021. Á þeim tíma hefur félagið stækkað úr þremur farþegaþotum árið 2021 í sex farþegaþotur árið 2022 og nú árið 2023 státar félagið af 10 Airbus A320/321 farþegaþotum en floti PLAY er sá yngsti í allri Evrópu. PLAY flýgur til hátt í fjörutíu áfangastaða í ár, þar af fimm í Norður Ameríku en þeir eru Toronto í Kanada og Boston, Baltimore, New York og Washington DC í Bandaríkjunum.

Í tilefni af þessum áfanga, að tvö ár séu liðin frá fyrsta fluginu, var stokkið til Washington DC með tökuteymi til að finna tvær manneskjur á götum höfuðborgar Bandaríkjanna sem gátu svarað laufléttum spurningum um Ísland og voru viljugar til að koma með til Íslands til að fagna afmæli flugfélagsins.

Vegfarendum gekk misvel að svara spurningum og reyndu hvað þeir gátu að komast með í þessa ævintýraför en hér fyrir neðan má sjá myndbandið af því hvernig þetta tókst allt saman til.

Sjá má myndband af þessu hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Pirringur“ í garð Pútíns meðal herforingja og elítunnar

„Pirringur“ í garð Pútíns meðal herforingja og elítunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvö bandarísk börn, 8 og 9 ára, fundust á Íslandi – Saknað síðan í október

Tvö bandarísk börn, 8 og 9 ára, fundust á Íslandi – Saknað síðan í október