fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Slasaðist í átökum við áfengisþjóf

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 25. júní 2023 07:58

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður reyndi að stela áfengisflösku frá veitingastað í miðborginni í nótt en var stöðvaður af vegfarendum. Barðist hann um og var einn borgarinn slasaður eftir hann. Hyggst sá kæra þjófinn fyrir líkamsárás.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en þar segir einnig frá því að umferðaróhapp varð í Hafnarfirði þar sem tveir bílar skullu saman. Ökumaður í öðrum bílnum reyndist vera töluvert ölvaður. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Ekki er vitað um meiðsl á fólki.

Í Kópavogi eða Hafnarfirði leitaði maður aðstoðar lögreglu og sagði hóp manna hafa veist að sér. Var maðurinn mjög ölvaður og með dálitla áverka. Var honum ekið á bráðamóttöku.

Tilkynnt var um hóp manna í verslun sem skemmdu eigur verslunarinnar. Hópurinn var farinn af vettvangi þegar að lögreglu bar að.

Í Mosfellsbæ gaf lögregla gaf ökumanni merki um að stöðva bíl sinn, sem að ökumaður gerði. Ökumaðurinn reyndi að komast undan lögreglu á hlaupum. Það tókst honum ekki en hann var hlaupinn uppi af lögreglumönnum. Ökumaðurinn var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og fyrir að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu.

Tilkynnt  var um mann í annarlegu ástandi í hverfi 110. Sá neitaði meðal annars að gefa upp persónuupplýsingar og fylgja fyrirmælum lögreglu. Var hann vistaður í fangaklefa sökum ástands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Pirringur“ í garð Pútíns meðal herforingja og elítunnar

„Pirringur“ í garð Pútíns meðal herforingja og elítunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mogginn hnýtir í Höllu forseta – „Kurteisi kostar ekkert“

Mogginn hnýtir í Höllu forseta – „Kurteisi kostar ekkert“