Arsenal ætlar að hafa betur í baráttunni um miðjumanninn Declan Rice sem spilar með West Ham.
Fjölmörg lið eru að horfa til Rice en nefna má Chelsea, Manchester City, Manchester United, Arsenal og Bayern Munchen.
Samkvæmt Daily Mail er West Ham nú að bíða eftir nýju tilboði Arsenal sem mun hljóða upp á 100 milljónir punda.
Því tilboði verður líklega tekið en West Ham hefur áður hafnað 90 milljóna punda tilboði Arsenal í leikmanninn.
Rice er enskur landsliðsmaður og bar fyrirliðaband West Ham á síðustu leiktíð er liðið vann Sambandsdeildina.