Angel Di Maria er á leið aftur til Benfica, 13 árum eftir að hafa yfirgefið félagið fyrir Real Madrid.
Di Maria er 35 ára gamall en hann var síðast á mála hjá Juventus og lék þar á síðasta tímabili.
Di Maria er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Real og Paris Saint-Germain en stoppaði þá einnig stutt hjá Manchester United.
Vængmaðurinn vakti fyrst athygli sem leikmaður Benfica frá 2007 til 2010 og var svo seldur til Real.
Hann á að baki 132 landsleiki fyrir Argentínu og vann HM með liðinu í Katar á síðasta ári.