Ástandið fyrir bakvörðinn Kyle Walker er ekki að batna en hann var orðaður við brottför frá Manchester City í sumar.
Man City var tilbúið að selja Walker til Bayern Munchen en sá enski hafði ekki áhuga á að færa sig um set.
Walker er samningsbundinn út næsta ár en hann vill vinna sér inn sæti í byrjunarliði Man City fyrir næstu leiktíð.
Nú er greint frá því að Englandsmeistararnir séu að reyna við Achraf Hakimi, bakvörð Paris Saint-Germain, sem er einn sá besti í heimi.
Ef Hakimi kemur til Manchester þá eru dagar Walker líklega taldir og yrði hann notaður í miklu varahlutverki.
Það er skellur fyrir enska landsliðsmanninn sem gerir sér vonir um að spila á EM með Englandi næsta sumar.