Það er enginn leikmaður Manchester United sem leikur í treyju númer sjö í dag eftir brottför Cristiano Ronaldo.
Ronaldo var í treyju númer sjö á síðustu leiktíð en hann yfirgaf svo félagið undir lok árs og hélt til Sádí Arabíu.
Samkvæmt Manchester Evening News er táningur mögulega að taka við þessari goðsagnarkenndu treyju.
Um er að ræða hinn 18 ára gamla Alejandro Garnacho sem hefur varið gríðarlega athygli fyrir frammistöðu sína á Old Trafford.
Það fylgir því mikil ábyrgð að klæðast treyju númer sjö á Old Trafford en goðsagnir á borð við David Beckham, Eric Cantona og Ronaldo hafa notað númerið.
Garnacho á að baki 36 leiki fyrir Man Utd og hefur í þeim skorað fimm mörk sem sóknarmaður.