Stórstjarnan og Hollywood leikarinn Tom Holland er mikill stuðningsmaður Tottenham og hefur lengi fylgt liðinu.
Holland áttar sig á því að allar líkur séu á því að Harry Kane sé á förum frá félaginu í sumar en það er talið líklegt.
Holland sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndunum um ‘Spiderman’ vill sjá Kane semja við Real Madrid.
Ekki nóg með það hvetur Holland samherja Kane, Heung-Min Son, að gera slíkt hið sama og að þeir fari saman til spænska stórliðsins.
,,Farðu til Madríd, farðu þangað og vertu besti fótboltamaður heims eins og þú átt skilið,“ sagði Holland.
,,Son, farðu með honum! Farið saman. Farið og vinnið Meistaradeildina saman, gerið það fyrir mig!“