Chelsea er búið að hafna tilboði Manchester United í miðjumanninn öfluga Mason Mount.
Frá þessu greinir Telegraph en Mount hefur verið sterklega orðaður við Man Utd undanfarnar vikur.
Þetta er þriðja tilboðið sem Chelsea hafnar frá Man Utd í Mount og hljóðaði það upp á 55 milljónir punda.
Chelsea heimtar að fá 65 milljónir punda fyrir enska landsliðsmanninn sem er uppalinn hjá félaginu.
Samningur Mount við Chelsea rennur út næsta sumar og er því pressa á þeim bláklæddu að losa hann í sumarglugganum.