Það eru margir enskir knattspyrnuaðdáendur sem muna eftir sóknarmanninum Salomon Kalou sem lék lengi vel með Chelsea.
Kalou er 37 ára gamall í dag og er í raun óþekkjanlegur með glænýtt skegg og nýtt aflitað hár.
Kalou var í sex ár hjá Chelsea og vann Meistaradeildina með liðinu en hann kom þangað árið 2006 frá Feyenoord.
Kalou spilaði svo með Hertha Berlin í sex ár og samdi síðar við Botafogo í Portúgal en er í dag á mála hjá Arta/Solar7 í Djibouti.
Kalou lítur allt öðruvísi út en hann gerði á tíma sínum hjá Chelsea og er óþekkjanlegur á meðal flestra.