Manchester City var ekki lengi að eyða færslu sem birtist í gær af leikmanni liðsins, Ilkay Gundogan.
Gundogan var þar myndaður í nýjustu treyju liðsins sem verður notuð á næstu leiktíð.
Myndir af öðrum leikmönnum Man City fengu að standa en ekki myndin af Gundogan sem er líklega að kveðja félagið.
Gundogan virðist vera á leið til Barcelona á frjálsri sölu en samningur hans rennur út um mánaðarmótin.
Gundogan spilaði gríðarlega stórt hlutverk fyrir Man City á síðasta tímabili og vann þrennuna á Englandi.