Rapparinn Aitch virðist vera búinn að staðfesta hvernig treyju Manchester United mun spila í á næstu leiktíð.
Aitch var einn af þeim sem komu fram á Glastonbury hátíðinni í Bretlandi og sást þar í treyju Rauðu Djöflanna.
Aitch er 23 ára gamall og er mikill stuðningsmaður Man Utd en það er ekki búið að kynna nýju treyju liðsins opinberlega.
Miðað við fréttir frá Englandi er þetta hins vegar treyjan sem verður til sölu á allra næstu dögum.
Myndirnar af Aitch í treyjunni má sjá hér.